Hekla Arnardóttir tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital, sem stofnaður var árið 2017 af Jennýju Ruth Hrafnsdóttur, Helgu Valfells og Heklu Arnardóttur. Allar eru þær jafnir meðeigendur og leiða þær nú tvo sjóði, Crowberry I og Crowberry II.

Þá veður Helga stjórnarformaður og Jenný formaður fjárfestingarráðs.

Hekla Arnardóttir tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital, sem stofnaður var árið 2017 af Jennýju Ruth Hrafnsdóttur, Helgu Valfells og Heklu Arnardóttur. Allar eru þær jafnir meðeigendur og leiða þær nú tvo sjóði, Crowberry I og Crowberry II.

Þá veður Helga stjórnarformaður og Jenný formaður fjárfestingarráðs.

Hekla hefur 25 ára starfsreynslu í tækni og nýsköpun. Hún starfaði áður hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og þar áður 10 ár hjá Össuri bæði í þróunardeild, við vörustjórnun og tók þátt í að setja á stofn skrifstofu Össurar í Shanghai, Kína. Hekla lauk C.Sc prófi í Véla- og Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1999.

„Crowberry hefur á undanförnum árum vaxið frá því að vera þrír eigendur yfir í stærra teymi með starfsemi á Íslandi og Norðurlöndum. Það eru alltaf spennandi tímar hjá Crowberry bæði í kjarnastarfseminni sem er að fjárfesta í norrænum nýsköpunarfyrirtækjum en einnig í að byggja upp öflugt teymi um tæknifjárfestingar og sjá það vaxa og dafna,“ segir Hekla.

Helstu bakhjarlar sjóðanna eru íslenskir lífeyrissjóðir og einkafjárfestar ásamt European Investment Fund og EIFO. Crowberry Capital rekur tvo sjóði, Crowberry I sem er 4 milljarðar króna og Crowberry II sem er 14 milljarðar króna. Fjárfestar sjóðanna eru íslenskir lífeyrissjóðir og einkafjárfestar auk erlendu sjóðanna EIF og EIFO.