Helena Kristín Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin sem viðskiptastjóri í Einkabankaþjónustu Arion banka.

Hún starfaði frá síðasta hausti sem sérfræðingur í fjárfestatengslum og viðskiptaþróun hjá Akta sjóðum og frá árinu 2019 sem verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka.

Helena lauk B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptafræði frá Loyola University Chicago árið 2018 með áherslu á hagfræði, stjórnmálafræði og viðskipti.