Helga Eir Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðinn stafrænn leiðtogi Hagkaups og hefur nú þegar hafið störf. Helsta hlutverk hennar verður að leiða stafræna vegferð fyrirtækisins, þar á meðal vef Hagkaups.

Helga Eir Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðinn stafrænn leiðtogi Hagkaups og hefur nú þegar hafið störf. Helsta hlutverk hennar verður að leiða stafræna vegferð fyrirtækisins, þar á meðal vef Hagkaups.

Í tilkynningu Hagkaups segir að framundan séu miklar breytingar og uppbygging til þess að Hagkaup geti veitt viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Stafrænn leiðtogi muni taka þátt í því að móta skýra sýn í þessari vegferð Hagkaups.

„Við erum virkilega ánægð að hafa fengið hana Helgu í teymið okkar og hlökkum til að fylgjast með henni leiða þessi mikilvægu og stóru verkefni sem framundan eru hjá okkur í stafrænni þróun sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli og til þess að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónusta þurfa þessi mál að vera í forgangi“ segir Eva Laufey Kjaran, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups.

Helga er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands að mennt og hefur undanfarin áratug unnið við vef- og markaðsmál. Helga starfaði sem verkefnastjóri vef- og markaðsmála hjá 1912 ehf. í 6 ár og starfaði síðast á markaðsdeild Stöðvar 2.

„Ég er mjög spennt og stolt af því að fá tækifæri til að vinna hjá Hagkaup og hlakka mikið til að taka þátt í áframhaldandi framþróun í vefmálum. Það eru stór tækifæri og spennandi tímar framundan og virkilega gaman að fá að vera hluti af því. Svo er starfsfólkið hérna með eindæmum dásamlegt og þetta er mjög góður vinnustaður að koma á,“ segir Helga.

Stafrænn leiðtogi heyrir undir markaðs- og upplifunarstjóra og er partur af markaðsteymi Hagkaups.