Helga Vala Helgadóttir hefur bæst við hóp lögmanna Lögfræðistofu Reykjavíkur. Helga Vala útskrifaðist með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist sama ár málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og síðar fyrir Landsrétti.
Árið 2011 stofnaði Helga Vala, ásamt öðrum lögmönnum, Völvu lögmenn og starfaði þar uns hún tók sæti á Alþingi árið 2017. Hún sat á þingi fyrir Samfylkinguna en kaus að hverfa aftur til lögmannsstarfa haustið 2023 á Völvu lögmönnum.
Helga Vala Helgadóttir hefur bæst við hóp lögmanna Lögfræðistofu Reykjavíkur. Helga Vala útskrifaðist með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist sama ár málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og síðar fyrir Landsrétti.
Árið 2011 stofnaði Helga Vala, ásamt öðrum lögmönnum, Völvu lögmenn og starfaði þar uns hún tók sæti á Alþingi árið 2017. Hún sat á þingi fyrir Samfylkinguna en kaus að hverfa aftur til lögmannsstarfa haustið 2023 á Völvu lögmönnum.
Á Alþingi gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum, var formaður þingflokks, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Velferðarnefndar auk þess að eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og Íslandsdeild ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
Grétar Dór Sigurðsson, lögmaður og stjórnarformaður LR, segir mjög ánægjulegt að fá Helgu Völu inn í öflugan hóp lögmanna LR. Hann segir hana búa yfir mikilli og fjölbreyttri reynslu sem muni nýtast viðskiptavinum stofunnar vel.