Helgi Þór Logason hefur verið ráðinn fjármálastjóri Landeldis og mun hefja störf í febrúar 2023, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Landeldi rekur í dag seiðaeldisstöð í Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Félagið stefnir á að ársframleiðsla verði um 33 þúsund tonn árið 2028. Eggert Þór Kristófersson, fyrrum forstjóri Festi, var ráðinn forstjóri Landeldis í ágúst 2022.

Helgi hefur starfað hjá Festi síðustu tvö árin, þar af sem framkvæmdastjóri Festi fasteigna frá því í mars síðastliðnum.

Helgi starfaði þar áður hjá Kex hostel í fjögur ár, fyrst sem fjármálastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri. Þar áður var hann fjármálastjóri Fjarðarlax. Helgi starfaði hjá Landsbréfum árin 1998-2001 og hjá Íslandsbanka árin 2001–2007 við fjárfestingar.

Hann er viðskiptafræðingur, cand.oecon, frá Háskóla Íslands 1998 og MBA frá McDonough School of Business (Georgetown University) 2009.