Helgi Jóhannesson lögmaður hefur verið ráðinn yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, en hann hefur verið einn af eigendum LEX lögmannsstofu um árabil.
Hann var stjórnarmaður í Landsvirkjun á árunum 2014-2017. Auk kandídatsprófs í lögum frá Háskóla Íslands og réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi og Hæstarétti er Helgi með LL.M (Master of Law) gráðu frá lagadeild Háskólans í Miami.
Helgi hefur verið stjórnarmaður og formaður Lögfræðingafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands, auk þess að hafa verið stundakennari í viðskiptalögfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Helgi hefur mikinn áhuga á útivist og er í stjórn Ferðafélags Íslands.
Helgi er þriggja barna faðir. Sambýliskona hans er Þórný Jónsdóttir markaðsfræðingur.