Helgi Þór Logason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna, mun láta af störfum hjá félaginu að eigin ósk fyrir lok janúar 2023, að því er kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallarinnar.

Helgi Þór tók við stöðunni síðastliðið vor en hann hafði starfað hjá samstæðunni sem aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar frá árslokum 2020.

Helgi starfaði þar áður hjá Kex hostel í fjögur ár, fyrst sem fjármálastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri. Þar áður var hann fjármálastjóri Fjarðarlax. Helgi starfaði hjá Landsbréfum árin 1998-2001 og hjá Íslandsbanka árin 2001–2007 við fjárfestingar.

Helgi Þór Logason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna, mun láta af störfum hjá félaginu að eigin ósk fyrir lok janúar 2023, að því er kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallarinnar.

Helgi Þór tók við stöðunni síðastliðið vor en hann hafði starfað hjá samstæðunni sem aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar frá árslokum 2020.

Helgi starfaði þar áður hjá Kex hostel í fjögur ár, fyrst sem fjármálastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri. Þar áður var hann fjármálastjóri Fjarðarlax. Helgi starfaði hjá Landsbréfum árin 1998-2001 og hjá Íslandsbanka árin 2001–2007 við fjárfestingar.