Hildur Björk Scheving hefur verið ráðin markaðsstjóri lágvöruverðsverslunarinnar Prís. Hún starfaði áður sem markaðsfulltrúi hjá Heimkaupum þar sem hún kom að markaðsmálum fyrir Heimkaup, Prís, 10-11, Extra búðirnar og verslanir hjá Orkunni.
Frá opnum Prís hefur Hildur starfað sem markaðsfulltrúi verslunarinnar og tekið virkan þátt í mótun og uppbyggingu vörumerkisins Prís.
Áður starfaði Hildur m.a. sem markaðsstjóri hjá Ungmennafélaginu Fjölni og sem aðstoðarforstöðukona í félagsmiðstöðinni Árseli. Hún er með BS-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og mun útskrifast í haust með MA í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við sama skóla.
Sem markaðsstjóri Prís mun Hildur leiða stefnumótun og framkvæmd markaðsmála verslunarinnar með áherslu á að styrkja vörumerkið enn frekar.
„Við erum einstaklega glöð að fá Hildi í hlutverk markaðsstjóra Prís. Hún hefur sterka sýn á hvernig við nálgumst viðskiptavini með sambland af skýrum skilaboðum og góðum húmor sem vekur athygli. Samhliða því að passa vel upp á að hafa allan kostnað í lágmarki svo við getum haldið áfram að bjóða fólki ódýrasta prísinn á landinu,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís.