Hjalti Már Einarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Datera. Hann tekur við keflinu af Hreiðari Þór Jónssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 2020.

Datera sérhæfir sig í ráðgjöf í gagnadrifinni markaðssetningu og birtingum.

Hjalti gekk til liðs við Datera haustið 2021 sem viðskiptaþróunarstjóri og hefur leitt sókn Datera inn á nýja markaði og sinnt ráðgjöf til viðskiptavina. Hann tók við sem framkvæmdastjóri Datera í byrjun september en hjá fyrirtækinu starfa þrettán manns.

„Ég er virkilega ánægður og um leið stoltur af því að vera treyst fyrir því að leiða það frábæra teymi sem starfar hjá Datera. Hér hefur verið unnið gríðarlega gott starf, við höfum verið í miklum vexti undanfarin ár og höfum náð góðum árangri með okkar metnaðarfullu viðskiptavinum,“ segir Hjalti.

Hreiðar situr áfram í stjórn Datera auk þess sem hann sinnir sértækum verkefnum á sviði ráðgjafar og birtinga.

Þá hefur Hjalti Már áður starfað sem forstöðumaður markaðssviðs Nordic Visitor frá 2009-2021. Hann er með MS-gráðu í upp­lýs­inga­tækni og ra­f­ræn­um viðskipt­um frá IT Uni­versitet í Kaup­manna­höfn og Bachel­or-gráðu í stjórn­un og fram­leiðslu miðla frá Den Gra­fiske Höjskole í Kaup­manna­höfn.