Erling Tómasson var í síðustu viku ráðinn fjármálastjóri upplýsingatæknifyrirtækisins OK en hann hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá Carbfix. Þar tók hann virkan þátt í daglegri stjórnun ásamt því að sitja á stjórnarfundum félagsins.
Hann starfaði áður hjá Deloitte sem meðeigandi en þar sinnti hann meðal annars fjármála- og upplýsingatækniráðgjöf fyrir viðskiptavini.
Erling segir að eftir að hafa verið í tvö ár hjá Carbfix hafi verið kominn tími á nýjar áskoranir. Hann hafði þá þekkt vel til OK en hjá Deloitte þjónustaði hann meðal annars fjárfestingasjóðinn VEX, móðurfyrirtæki OK.
Reynsla Erlings í stjórnun nær yfir víðan völl en hann starfaði um árabil í Svíþjóð, meðal annars hjá Deloitte í Stokkhólmi. Þá hafði hann einnig unnið sem fjármálastjóri hjá sænsku fyrirtækjunum Marine Jet Power og C-RAD.
Nánar er fjallað um Erling í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.