Hörður Ágústsson, einn stofnenda Macland, hefur hafið störf sem sölu- og markaðsstjóri hjá íslenska hátæknifyrirtækinu Vaxa Technologies. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook og Twitter.
Hörður kvaddi Macland í lok september á þessu ári og hóf þá störf hjá Hopp Reykjavík. Þar kom hann að þriggja mánaða verkefni sem sneri meðal annars að Hopp deilibílum.
Hörður, sem hefur verið þekktur sem „Höddi Mac“ og seinna meir „Höddi Hopp“ starfaði hjá Maclandi í tólf ár.
„Fyrsta skrefið er að opna dyrnar að orlonutrition.is - fyrstu vörunum sem VAXA Technologies kemur með á markað undir vörumerkinu ÖRLÖ,“ segir Hörður í Facebook færslu sinni í dag.
„Það er risastór saga hér sem þarf að segja og það eru mikil forréttindi að fá að segja hana,“ bætir Hörður við.
Ég er verulega hamingjusamur að tilkynna að ég byrjaði 1.des sem Sölu- og markaðsstjóri Vaxa Technologies.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) December 16, 2022
Það er risastór saga hér sem þarf að segja og það eru mikil forréttindi að fá að segja hana. pic.twitter.com/vffRdmOI4e