„Ég hef einkum séð um þjónustu og sölu til svokallaðra MICE hópa sem snúa aðallega að hvata- og ráðstefnuferðum. Nú mun ég vera í meira sóknarhlutverki þegar kemur að því að sækja nýja viðskiptavini, búa til herferðir og ákveða hvaða markaði við sækjum á.“ segir Sigrún Gunnarsdóttir nýr forstöðumaður sölusviðs (e. Director of Sales) hjá Reykjavík Edition hótelinu.

Sigrún byrjaði sem sumarstarfsmaður í móttökunni á Hótel Íslandi fyrir um ellefu árum síðan. „Þetta er mjög ávinabindandi og skemmtilegur bransi, og enginn dagur er eins.“

Hún segir áhugavert að fylgjast með vegferð ferðaþjónustunnar í gegnum árin.

„Þetta hefur gerst í skrefum. Fyrst var farið í að lengja ferðamannatímabilið með því leggja áherslu á veturinn og norðurljósaferðir. Seinna meir var herjað á ráðstefnu- og hvatahópana með tilkomu Meet in Reykjavik. Upp á síðkastið hefur verið einblínt meira á lúxusferðamennsku. Ég held að Íslendingar hafi í fyrstu haldið að lúxusferðamennirnir myndu koma fyrst og svo gætum við búið til lúxushótelin. En það virkar auðvitað ekki þannig. Við þurfum að eiga vörurnar til áður en viðskiptavinirnir koma.“

Sigrún kláraði master í lögfræði árið 2018. Þegar hún hóf mastersnámið árið 2015 íhugaði hún að hætta í ferðaþjónustu. „Það var hins vegar svo mikið af spennandi hlutum að eiga sér stað í greininni og hjá Icelandair Hotels, en þá var fyrirtækið meðal annars að opna tvö ný hótel, Cnaopy og Reykjavík Konsúlat.“

Hún segir að þó hún hafi haft mikinn áhuga á lögfræði hafi hún fljótt áttað sig á því að verslun og viðskipti heillaði hana meira, sérstaklega í ferðaþjónustu.

„Ég hef einkum séð um þjónustu og sölu til svokallaðra MICE hópa sem snúa aðallega að hvata- og ráðstefnuferðum. Nú mun ég vera í meira sóknarhlutverki þegar kemur að því að sækja nýja viðskiptavini, búa til herferðir og ákveða hvaða markaði við sækjum á.“ segir Sigrún Gunnarsdóttir nýr forstöðumaður sölusviðs (e. Director of Sales) hjá Reykjavík Edition hótelinu.

Sigrún byrjaði sem sumarstarfsmaður í móttökunni á Hótel Íslandi fyrir um ellefu árum síðan. „Þetta er mjög ávinabindandi og skemmtilegur bransi, og enginn dagur er eins.“

Hún segir áhugavert að fylgjast með vegferð ferðaþjónustunnar í gegnum árin.

„Þetta hefur gerst í skrefum. Fyrst var farið í að lengja ferðamannatímabilið með því leggja áherslu á veturinn og norðurljósaferðir. Seinna meir var herjað á ráðstefnu- og hvatahópana með tilkomu Meet in Reykjavik. Upp á síðkastið hefur verið einblínt meira á lúxusferðamennsku. Ég held að Íslendingar hafi í fyrstu haldið að lúxusferðamennirnir myndu koma fyrst og svo gætum við búið til lúxushótelin. En það virkar auðvitað ekki þannig. Við þurfum að eiga vörurnar til áður en viðskiptavinirnir koma.“

Sigrún kláraði master í lögfræði árið 2018. Þegar hún hóf mastersnámið árið 2015 íhugaði hún að hætta í ferðaþjónustu. „Það var hins vegar svo mikið af spennandi hlutum að eiga sér stað í greininni og hjá Icelandair Hotels, en þá var fyrirtækið meðal annars að opna tvö ný hótel, Cnaopy og Reykjavík Konsúlat.“

Hún segir að þó hún hafi haft mikinn áhuga á lögfræði hafi hún fljótt áttað sig á því að verslun og viðskipti heillaði hana meira, sérstaklega í ferðaþjónustu.

Næsta auglýsingaherferð á ekki endilega að snúast um það að fá fleiri ferðamenn hingað til lands heldur miklu frekar að fá fólk til að vinna í ferðaþjónustu.

Sigrún hóf störf hjá Edition í byrjun árs 2022, eftir að hafa starfað hjá Icelandair Hotels, nú Berjaya Iceland Hotels, í sjö ár. „Þetta er öðruvísi áskorun og gaman að fá tækifæri til að starfa sem stjórnandi hjá Mariott og leiða mjög frambærilegt teymi. Það hefur líka alltaf kitlað að vinna á fimm stjörnu hóteli.“

Hún segist bjartsýn fyrir komandi tímum í íslenskri ferðaþjónustu en hefur þó áhyggjur af skorti á starfsfólki. „Ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í því að fá fleiri Íslendinga til að starfa í geiranum. Næsta auglýsingaherferð á ekki endilega að snúast um það að fá fleiri ferðamenn hingað til lands heldur frekar að fá fólk til að vinna í ferðaþjónustu. Íslendingar virðast frekar vilja starfa sem flugþjónar fremur en að starfa á hóteli og í ferðaþjónustu. Fólk ætti að gefa því meiri séns.“

Sigrún býr með kærastanum sínum Snævari Degi Péturssyni, en hann starfar hjá netöryggisfyrirtækinu Syndis. „Við Snævar kynntumst í faraldrinum og skelltum í eitt Covid barn. Hún dóttir okkar Lára er nú að verða tveggja ára og við vorum að kaupa okkur íbúð saman.“

Sigrún hefur mikinn áhuga á víni og vínmenningu og elskar að ferðast. Þá talar hún reiprennandi frönsku. „Ég reyni að ferðast eins og ég get. Ég fór nokkur sumur í tungumálaskóla í Frakklandi. Auk þess fór ég í skiptinám til Parísar í mastersnáminu.“

Viðtalið við Sigrúnu birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudaginn, 5. janúar 2023.