Ingibjörg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá Great Place to Work (GPTW) sem er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu. GPTW hefur gefið út topplista yfir bestu fyrirtæki landsins undanfarin þrjú ár.
Ingbjörg hefur undanfarin ár starfað erlendis m.a. hjá Austin Montessori skóla í Texas, höfuðstöðvum URS Corporation í San Francisco og bandaríska sendiráðinu í Búdapest.
Hún er með BA í ensku, bókmenntum og skapandi skrifum frá University of Central Oklahoma og stundar nú MBA nám við Háskólann í Reykjavík. Ingibjörg er nýflutt heim til Íslands og verður með aðsetur hér á landi í starfi sínu fyrir GPTW.
„Ég er mjög spennt fyrir þessu nýja starfi hjá Great Place To Work sem býður upp á einfalda leið til að kanna starfsánægju og finna leiðir til úrbóta. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum notaði ég alltaf lista þeirra yfir bestu vinnustaðina þegar þeir komu út á hverju ári, sérstaklega bestu vinnustaði fyrir konur. Við munum einmitt útnefna bestu vinnustaðina fyrir konur hér á Íslandi á næsta ári sem verður mjög áhugavert. Við erum nú þegar að vinna með nokkrum öflugum fyrirtækjum eins og BYKO, CCP Games, DHL Express, Flugger og Sahara. Okkur hefur einnig verið afar vel tekið hjá mun fleiri fyrirtækjum hér á landi þannig að það eru spennandi tímar framundan," segir Ingibjörg
„Fyrirtæki og vinnustaðir snúast almennt í raun meira um fólk og vinnustaðamenningu. Við eyðum meiri hluta vikunnar í vinnu og þar af leiðandi hefur það djúp áhrif á lífið okkar. Það ber að hrósa þeim fyrirtækjum sem leggja áherslu á að vera sem bestur vinnustaður fyrir starfsmenn sína. Það verður gaman að sjá sífellt fleiri íslensk fyrirtæki fá viðurkenningu ekki bara á landsvísu heldur einnig á heimsvísu,“ segir hún ennfremur.
DHL Express á Íslandi er efst á lista Great Place To Work yfir bestu fyrirtæki ársins á Íslandi í ár. Í öðru sæti er auglýsingastofan Sahara, í þriðja sæti er leikjafyrirtækið CCP Games og í fjórða sæti er Byko.