Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Securitas en hann hefur verið í því hlutverki frá því að Ómar Svavarsson lét af störfum síðastliðinn febrúar. Jóhann var þá áður fjármálastjóri félagsins.

Hann hef­ur áður starfað sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Isa­via, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og mannauðssviðs Ölgerðar­inn­ar og sem aðstoðarfor­stjóri Icelandic Group.

„Ég er fullur tilhlökkunar að fá tækifæri til að leiða þennan öfluga hóp sem starfar hjá Securitas. Framundan eru gríðarlega spennandi verkefni og mikil tækifæri fyrir þá þjónustu og vörur sem félagið býður uppá,“ segir Jóhann Gunnar.

Jó­hann er einnig lög­gilt­ur end­ur­skoðandi og viðskipta­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands.

„Við erum að fá einstaklega öflugan leiðtoga í starfið með margþætta reynslu úr fyrri störfum. Jóhann er framúrskarandi stjórnandi sem leiðir fólk saman og nær því besta úr sínu teymi,“ segir Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, stjórnarformaður Securitas.