Jóhanna Jóhannes­dóttir hefur tekið við sem fram­kvæmda­stjóri dönsku aug­lýsinga­stofunnar Nood, sem er leiðandi á sviði markaðs­lausna fyrir fast­eigna- og byggingariðnaðinn á Norður­löndunum.

Jóhanna mun leiða alþjóð­lega starf­semi fyrir­tækisins með sér­st áherslu á þróun og vöxt á nýjum mörkuðum, þar á meðal Ís­landi.

Í frétta­til­kynningu frá Nood segir að eftir samtöl við ís­lensk fyrir­tæki í fast­eigna- og byggingariðnaði sé ljóst að veru­legur áhugi sé fyrir á sér­hæfðum markaðs­lausnum fyrir þennan geira.

Til að mæta þeirri eftir­spurn hefur Nood opnað starfs­stöð á Ís­landi og ís­lenskt teymi sem sér um sam­skipti við við­skipta­vini en Nood hefur unnið að yfir 250 fast­eignaþróunar­verk­efnum.

„Fast­eignaþróunar­verk­efni eru ólík öðrum verk­efnum. Þau krefjast sér­hæfingar og góðs skilnings á markaðnum,“ segir Jóhanna Jóhannes­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Nood.

„Reynsla okkar frá Norður­löndum sýnir að þessi sér­hæfing skilar auknum árangri, meiri skil­virkni og betri nýtingu fjár­magns. Við erum ánægð að geta nú boðið ís­lenskum fyrir­tækjum þessa sér­hæfðu þjónustu.“

Í frétta­til­kynningu segir að Nood hafi skapað sér orð­spor sem traustur sam­starfsaðili í fast­eigna- og byggingariðnaði en fyrir­tækið veitir fjöl­breytta þjónustu, þar á meðal vöru­merkja­upp­byggingu, heimasíðu­gerð, fram­leiðslu efnis og markaðs­setningu.

„Mark­mið okkar er skýrt – við viljum bjóða ís­lenskum fyrir­tækjum lausnir sem há­marka nýtingu fjár­magns og skapa aukin verðmæti,“ segir Jóhanna. „Með okkar að­ferðum og alþjóð­legri reynslu erum við í ein­stakri stöðu til að taka virkan þátt í að móta framtíð fast­eigna- og byggingariðnaðarins á Ís­landi.“