Jón Brynj­ar Ólafs­son hefur verið ráðinn til Sýnar og mun leiða fjármál sem er deild á sviði fjármála og stefnumótunar. Deildin nær yfir uppgjör og reikningsskil, hagdeild og innheimtu og mun Jón Brynjar vera forstöðumaður þeirrar deildar. Hann starfaði áður hjá Advania Ísland ehf. sem fjármálastjóri og þar áður sem forstöðumaður hagdeildar.

Jón Brynjar er með meist­ara­gráðu í fjár­mál­um og stefnu­mót­andi stjórn­un frá Copen­hagen Bus­iness School og hef­ur sér­hæft sig í Beyond Budget­ing aðferðafræðinni.

„Sýn er spennandi þjónustufyrirtæki með öfluga fjarskipta- og fjölmiðlaþjónustu. Sóknartækifæri Sýnar eru fjölmörg og það verður mjög gaman að taka þátt í að skapa framtíðina með þeim flotta hóp sem þar starfar,“ segir Jón Brynjar Ólafsson.

„Við erum mjög ánægð með að fá jafn reynslu mikinn aðila og Jón Brynjar til liðs við Sýn. Þekking Jóns Brynjars mun nýtast Sýn vel á þeirri breytingarvegferð sem félagið er á og bjóðum við hann velkominn til starfa,“ segir Kristín Friðgeirsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og stefnumótunar hjá Sýn.