Jónína Guðmundsdóttir (Nína) er nýr framkvæmdastjóri BBA//Fjeldco en hún tekur við starfinu af Elísabetu Einarsdóttur og hefur þá þegar hafið störf.
Nína starfaði síðast sem framkvæmdastjóri mannauðs og menningar hjá flugfélaginu Play þar sem hún tók þátt í að koma fyrirtækinu á fót og byggja það upp. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs WOW air og sem forstöðumaður mannauðssviðs Advania.
Nína er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og M.Sc gráðu í mannauðsstjórnun frá Strathclyde háskóla í Bretlandi.
„Ég er þakklát fyrir það tækifæri að fá að stýra starfsemi BBA//Fjeldco ásamt stjórnendum og eigendum stofunnar og vinna með öllu því frábæra fólki sem þar er. Ég tek við góðu búi og hlakka til að takast á við verkefnin fram undan,” segir Nína.