Kamilla Rún Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Overcast ehf. Hún mun koma til með að stýra alhliða hugbúnaðarþróunarverkefnum og koma að stefnumótun fyrirtækisins.

Overcast sérhæfir sig í vefþróun, hugbúnaðarlausnum og ráðgjöf.

Kamilla er með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. gráðu í kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Hún tók við starfi verkefnastjóra hjá Overcast í júní síðastliðnum. Hún kemur frá VÍS þar sem hún vann sem sérfræðingur vildarkerfis og í þjónustu síðastliðin sex ár.

„Við erum einstaklega ánægð að fá Kamillu til liðs við okkur. Sérfræðiþekking hennar og reynsla styrkir okkur til muna og hefur jákvæð áhrif á vöxt fyrirtækisins,” segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast.