Karen Ósk Gylfa­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Lyfju og hóf hún störf í dag, sam­kvæmt Festi.

Karen tekur um leið sæti í fram­kvæmda­stjórn Festi en hún hefur síðustu þrjú ár gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra vöru- og markaðs­sviðs og staf­rænnar þróunar fyrir­tækisins.

Karen Ósk tekur við af Hildi Þóris­dóttur, sem hefur verið starfandi fram­kvæmda­stjóri sam­hliða fyrra starfi sínu sem fram­kvæmda­stjóri mann­auðs­sviðs frá því sumarið 2023 eftir að Sig­ríður Margrét Odds­dóttir, þá­verandi fram­kvæmda­stjóri, lét af störfum.

Hildur Þóris­dóttir tekur við starfi mann­auðs­stjóra Festi.

Karen Ósk Gylfa­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Lyfju og hóf hún störf í dag, sam­kvæmt Festi.

Karen tekur um leið sæti í fram­kvæmda­stjórn Festi en hún hefur síðustu þrjú ár gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra vöru- og markaðs­sviðs og staf­rænnar þróunar fyrir­tækisins.

Karen Ósk tekur við af Hildi Þóris­dóttur, sem hefur verið starfandi fram­kvæmda­stjóri sam­hliða fyrra starfi sínu sem fram­kvæmda­stjóri mann­auðs­sviðs frá því sumarið 2023 eftir að Sig­ríður Margrét Odds­dóttir, þá­verandi fram­kvæmda­stjóri, lét af störfum.

Hildur Þóris­dóttir tekur við starfi mann­auðs­stjóra Festi.

„Við þökkum Hildi fyrir að leiða fé­lagið af festu á ó­vissu­tímum og hlökkum til að fá hana til liðs við Festi og vinna með henni í að efla enn frekar mann­auð og menningu innan sam­stæðu Festi,“ segir Ásta Sig­ríður Fjeld­sted, for­stjóri Festi og stjórnar­for­maður Lyfju.

Í frétta­til­kynningu segir að Karen Ósk sé við­skipta­fræðingur frá Há­skóla Ís­lands og tók stjórn­enda­nám við Kellogg Nort­hwestern há­skólann vorið 2024.

Hún starfaði áður í alls sjö ár hjá Nova, síðast sem markaðs­stjóri en gegndi einnig stöðu sölu- og þjónustu­stjóra og við­burða­stjóra.

Karen var markaðssér­fræðingur í markaðs­deild Ís­lands­banka á árunum 2015-2017 á­samt því að koma að þjónustu­málum og stefnu­mótunar­verk­efnum bankans.

„Karen Ósk hefur starfað þvert á starfs­svið Lyfju undan­farin ár og þekkir vel til starf­seminnar. Hún hefur verið lykil­aðili í þeirri um­breytingu sem Lyfja hefur farið í gegnum á undan­förnum árum á­samt fram­kvæmdar­stjórn fé­lagsins. Stjórn Lyfju felur henni að leiða á­fram­haldandi sókn á stækkandi markaði í sam­starfi við öflugt starfs­fólk Lyfju og Festi. Við bjóðum Karen vel­komna og hlökkum til sam­starfsins,“ segir Ásta Sig­ríður Fjeld­sted, for­stjóri Festi.

„Ég er þakk­lát því trausti sem mér er sýnt að fá að leiða ein­staka liðs­heild Lyfju í átt að á­fram­haldandi árangri. Ég hef fengið tæki­færi til að taka þátt í veg­ferð fé­lagsins undan­farin ár og leiða þar um­breytingar­verk­efni í takt við okkar stefnu. Ég þekki því af reynslu hversu mikil fag­mennska, þekking, kraftur og metnaður býr innan Lyfjuliðsins. Fram undan eru virki­lega spennandi tímar innan sam­stæðu Festi þar sem Lyfja mun fá enn meiri stuðning til að vaxa, efla þjónustu við við­skipta­vini um allt land og breyta leiknum með það að mark­miði að efla heilsu og auka lífs­gæði lands­manna,“ segir Karen Ósk Gylfa­dóttir.