Karen Ýr Jóelsdóttir hefur tekið við starfi gæðastjóra Ölgerðarinnar og dótturfélaga þess. Hún tekur við starfinu af Guðna Þór Sigurjónssyni, sem nýverið var ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunardeildar félagsins.

Karen Ýr Jóelsdóttir hefur tekið við starfi gæðastjóra Ölgerðarinnar og dótturfélaga þess. Hún tekur við starfinu af Guðna Þór Sigurjónssyni, sem nýverið var ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunardeildar félagsins.

Karen tekur við stjórnun og rekstri gæðadeildar og bera ábyrgð á gæðaeftirliti framleiðslu Ölgerðarinnar, auk annarra gæða- og öryggismála þvert á allar deildir fyrirtækisins og dótturfélaga.

Karen, sem situr í gæðaráði Ölgerðarinnar, er formaður HACCP ráðs og sér um utanumhald gæðakerfis, auk innri og ytri úttekta.

Karen er menntaður matvælafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Ölgerðinni frá árinu 2016. Hún hóf störf sem sumarstarfsmaður á rannsóknarstofu Ölgerðarinnar og hefur síðan þá sinnt flestum sérfræðistörfum innan gæðadeildar fyrirtækisins og verkefnastýrði meðal annars innleiðingu á núverandi gæðakerfi þess.