Aurbjörg hefur ráðið tvo nýja framendaforritara í vöruþróunarteymi fyrirtækisins til að styðja við frekari vöxt. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Kári Geir Gunnarsson er með B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands ásamt diplómagráðu í Stafrænni hönnun frá Tækniskólanum. Hann starfaði áður sem forritari hjá Spektra.

Davíð Hafþór Kristinsson er með B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast við hugbúnaðarþróun hjá sprotafyrirtækinu Rebutia og áður hjá Sýn.

Jóhannes Eiríksson, framkvæmdastjóri Aurbjargar:

„Við erum spennt að fá Davíð og Kára í teymið okkar. Fyrirtækið er í miklum sóknarhug og munu kraftar þeirra nýtast vel í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er.“