Katrín Júlíus­dóttir hefur gengið til liðs við ráðgjafar­fyrir­tækið At­hygli en sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá fyrir­tækinu mun hún sinna ráðgjöf tengdri stjórnsýslu, stefnumótun, sam­skipta- og kynningar­málum.

Katrín hefur undan­farið unnið að sér­verk­efnum í ráðgjöf sem og rit­störfum en hún hefur þegar hafið störf hjá At­hygli.

Hún var iðnaðar-, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra árin 2009-2013 og sat Alþingi fyrir Sam­fylkinguna frá 2003 til 2016. Katrín var fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrir­tækja í fjár­málaþjónustu frá 2016 til 2022.

Hún út­skrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykja­vík 2014.

„Við erum mjög spennt fyrir því að fá Katrínu til liðs við okkur hjá At­hygli.
Ára­tuga reynsla hennar af ís­lensku stjórn­kerfi og at­vinnulífi mun vera frábær viðbót við ráðgjafar­teymi okkar. Ég hef sjálfur reynslu af því að vinna með henni og hef séð það í nálægð hversu gríðar­lega öflug hún er,“ segir Kol­beinn Marteins­son fram­kvæmda­stjóri At­hygli.