Íslenska nýsköpunarfyrirtækið DTE réð Jakob Ásmundsson sem nýjan framkvæmdastjóra í síðasta mánuði. Hann mun koma til með að móta og leiða stefnu DTE en fyrirtækið segist vilja umbylta áliðnaðinum, auka afköst og lækka kolefnisfótspor iðnaðarins.
Jakob gegnir lykilhlutverki í að leiða fyrirtækið í gegnum komandi vaxtarfasa og mun þá nýta reynslu sína til að tryggja að DTE nái markmiðum um vöxt og markaðshlutdeild.
Jakob býr yfir víðtækri reynslu og hefur meðal annars unnið hjá Intel, Straumi fjárfestingarbanka og KORTA, þar sem hann leiddi endurskipulagningu fyrirtækisins og söluna til Rapyd. Hjá Intel tók hann þátt í að leiða innleiðingu á nýrri nálgun á framleiðslustjórnun, sem var stærsta slíka verkefni fyrirtækisins á þeim tíma.
„Mér finnst alltaf áhugavert að geta nálgast málin með kerfisbundnum hætti, og nýti mér mikið stærðfræðilega nálgun á ákvarðanatöku, eða það sem er kallað aðgerðagreining. “
Nánar er fjallað um Jakob í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.