„Mér líst mjög vel á að vera kominn til Símans. Það má segja að ég sé kominn aftur heim.“

Birkir hefur unnið í kringum sjónvarp frá tvítugsaldri, en hann byrjaði hjá Stöð 2 þar sem hann stýrði kynningardeild Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport. „Ég hef alla tíð starfað í fjölmiðlun, hvort sem það er á prenti, hljóði eða á skjáum landsmanna.“

Hann segir áherslur í nýju starfi liggja í leiknu innlendu sjónvarpsefni.

„Við viljum gefa í á því sviði og framleiða meira af innlendu leiknu sjónvarpsefni því það er það sem áhorfendur Símans vilja og kalla eftir. Við erum að leggja upp með nýjar áherslur og ég hef nú þegar virkjað samtalið við Kominn aftur heim til Símans helstu framleiðendur á Íslandi um þessar áherslur.“

Birkir er í sambúð með Ásu Guðrúnu Guðmundsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau saman þrjú börn á aldrinum eins til sex ára. Þau Birkir og Ása koma bæði frá Eyjum.

„Ég er mikill Eyjamaður og mikill knattspyrnuáhugamaður, eins og meginþorri Íslendinga. Ég spilaði fótbolta með ÍBV upp yngri flokkana en hef í dag fært mig úr boltanum yfir í útihlaupin. Boltinn verður sífellt erfiðari með aldrinum.“

Hann segist nýta frítímann eins og hann getur í hreyfingu.

„Í seinni tíð hefur eldamennskan einnig vaxið sem áhugamál hjá mér og mér finnst alltaf gaman að prófa að elda eitthvað nýtt. Það er þó ekki alltaf tekið vel í nýjungar í eldhúsinu enda eru börnin hrifnust af einhverju hefðbundnu.“

Nánar var rætt við Birki í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.