Kon­ráð S. Guð­jóns­son hefur verið ráðinn að­stoðar­maður ríkis­stjórnar og mun bera starfs­titilinn efna­hags­ráð­gjafi ríkis­stjórnar, sam­kvæmt til­kynningu á vef stjórnar­ráðsins.

Kon­ráð er hag­fræðingur með B.Sc. gráðu frá Há­skóla Ís­lands og M.Sc. frá Warwick-há­skóla. Hann hefur verið að­stoðar­maður utan­ríkis­ráð­herra og þar áður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra frá því í nóvember sl.

Kon­ráð S. Guð­jóns­son hefur verið ráðinn að­stoðar­maður ríkis­stjórnar og mun bera starfs­titilinn efna­hags­ráð­gjafi ríkis­stjórnar, sam­kvæmt til­kynningu á vef stjórnar­ráðsins.

Kon­ráð er hag­fræðingur með B.Sc. gráðu frá Há­skóla Ís­lands og M.Sc. frá Warwick-há­skóla. Hann hefur verið að­stoðar­maður utan­ríkis­ráð­herra og þar áður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra frá því í nóvember sl.

„Áður starfaði Kon­ráð m. a. sem aðal­hag­fræðingur Arion banka, hag­fræðingur og að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs og tíma­bundið sem efna­hags­ráð­gjafi Sam­taka at­vinnu­lífsins. Þá hefur hann sinnt kennslu við Há­skóla Ís­lands, starfað hjá Hag­fræði­stofnun og við þróunar­sam­vinnu í Úganda og Tansaníu,” segir á vef stjórnar­ráðsins.

Að­stoðar­menn ríkis­stjórnar eru nú þrír líkt og áður en auk Kon­ráðs eru það Dag­ný Jóns­dóttir og Anna Lísa Björns­dóttir. Þær breytingar verða nú að Ás­laug María Frið­riks­dóttir verður að­stoðar­maður for­sætis­ráð­herra á­samt Hersi Aroni Ólafs­syni en áður starfaði hún sem að­stoðar­maður ríkis­stjórnar.