Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði. Hún tekur við starfinu af Berglindi Rut Hauksdóttur sem tekur við nýju starfi hjá viðskiptalausnum einstaklinga hjá bankanum. Kristín Rut hefur verið forstöðumaður þjónustuvers einstaklinga frá árinu 2008. Greint er frá ráðningu hennar á heimasíðu bankans.
Kristín Rut er með BA-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands auk kennsluréttinda og hefur nýlokið meistaraprófi í viðskiptafræði frá HÍ með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Þá hefur hún lokið PMD-stjórnendanámi hjá Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík.