Kristján Karl tók við stöðu framkvæmdastjóra Samey Robotics 1. júní síðastliðinn af Jóhanni Jónassyni. Hann er fæddur og uppalinn í Bolungarvík en flutti á unglingsárunum til Danmerkur þar sem hann lagði stund á nám í útflutnings og markaðsfræði í Óðinsvéum.
Þá starfaði Kristján um árabil bæði í Danmörku og Þýskalandi og eftir heimkomuna 2010 hefur hann starfað við ráðgjöf, sölu og markaðsmál tengd sjávarútvegi.
Kristján Karl tók við stöðu framkvæmdastjóra Samey Robotics 1. júní síðastliðinn af Jóhanni Jónassyni. Hann er fæddur og uppalinn í Bolungarvík en flutti á unglingsárunum til Danmerkur þar sem hann lagði stund á nám í útflutnings og markaðsfræði í Óðinsvéum.
Þá starfaði Kristján um árabil bæði í Danmörku og Þýskalandi og eftir heimkomuna 2010 hefur hann starfað við ráðgjöf, sölu og markaðsmál tengd sjávarútvegi.
Valdimar Gunnar Sigurðsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður sölu-, markaðsmála og verkefnastjórnunar hjá Samey Robotics og hóf störf 1. september síðastliðinn.
Hann leggur nú stund á MM-gráðu í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri og er með BS-gráðu í sjávarútvegsfræðum frá sama skóla. Þá hefur Valdimar Gunnar einnig lokið iðnmeistaranámi frá Tækniskólanum í Reykjavík.
Valdimar Gunnar kemur frá Bacco Seaproducts þar sem hann starfaði við útflutning á ferskum og frosnum fiskafurðum. Þar áður starfaði hann sem alþjóðlegur sölustjóri fiskiðnaðar hjá Marel. Þá hefur hann unnið við sölu og markaðsstörf í yfir 20 ár og þar áður sem sjómaður.
Bjarni Eiríksson var ráðinn sem verkefnastjóri hjá Samey Robotics 1. mars á þessu ári. Hann hefur lokið MS-gráðu í Auðlindafræðum og BS-gráðu í Sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri.
Bjarni starfaði áður hjá Controlant sem Logistics Engineer í ýmsum sérverkefnum sem studdu við innleiðingu nýrra verkferla byggða á bestun. Þar áður starfaði hann hjá Marel sem Market Intellicence Officer við ýmsa greiningarvinnu. Þá hefur hann starfað sem verkefnastjóri hjá Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri og einnig við Sjávarútvegsháskóla SÞ.
Halldór Pétur Ásbjörnsson var þá ráðinn sem verkefnastjóri hjá Samey Robotics og hóf störf 5. apríl á þessu ári. Hann lauk MS-gráðu í auðlindafræðum árið 2011, BS-gráðu í sjávarútvegsfræðum árið 2009 frá Háskólanum á Akureyri og fiskeldisfræði frá Háskólanum á Hólum 2006.
Þá starfaði Halldór Pétur áður sem rekstrarstjóri hjá Samherja fiskeldi í Sandgerði og þar áður sem verk- og verkefnastjóri í fiskiðjuveri Brims í Reykjavík í tíu ár. Halldór hefur víðtæka reynslu bæði til sjós og lands en hann fór á sjó flest sumur á námsárum sínum.
Jón Hlífar Aðalsteinsson hefur verið ráðinn til Samey Robotics í stöðu viðskiptastjóra. Hann er með BS-gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri.
Hann starfaði áður sem verkefnastjóri hjá Pescatech í fjölbreyttum verkefnum. Þar áður var hann sölu- og rekstrarstjóri hjá Lavango á Íslandi. Hann hefur víðtæka reynslu af vinnslutækni og hefur sinnt ýmsum störfum til sjós og lands.