Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin forstöðukona nýrrar einingar, stafræn stefnumiðuð umbreyting, hjá Orkuveitunni. Kristrún kemur frá Íslandsbanka, þar sem hún hefur gegnt lykilhlutverki sem forstöðumaður daglegra bankaviðskipta.
Stafræn stefnumiðuð umbreyting er ný eining innan Orkuveitunnar sem miðar að því að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga og lykileining í innleiðingu heildarstefnu fyrirtækisins.
Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin forstöðukona nýrrar einingar, stafræn stefnumiðuð umbreyting, hjá Orkuveitunni. Kristrún kemur frá Íslandsbanka, þar sem hún hefur gegnt lykilhlutverki sem forstöðumaður daglegra bankaviðskipta.
Stafræn stefnumiðuð umbreyting er ný eining innan Orkuveitunnar sem miðar að því að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga og lykileining í innleiðingu heildarstefnu fyrirtækisins.
Kristrún Lilja er tölvunarfræðingur að mennt, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og hefur einnig stundað nám í Heilbrigðis- og Rafmagnsverkfræði. Hún hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum, en áður en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2009, starfaði hún sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania.
„Það er frábært að fá Kristrúnu til okkar í þessa nýju og spennandi einingu sem við höfum miklar væntingar til. Hún er með frábæra reynslu úr bankageiranum og við erum bæði stolt og ánægð með að fá hana til þess að leiða okkur áfram í þeim spennandi verkefnum sem fram undan eru,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni.
Á ferli sínum hjá Íslandsbanka gegndi Kristrún ýmsum stjórnunarstöðum, þar á meðal sem deildarstjóri markaðslausna, deildarstjóri grunnvirkni og forstöðumaður markaðs- og verðbréfalausna.
„Það er margt líkt með Orkuveitunni og banka þegar kemur að stafrænni vegferð og vöruþróun. Framúrskarandi gagnamarkaðir og margar flottar tæknilegar grunnstoðir til staðar til að halda áfram að byggja ofan á það snjallar og skilvirkar lausnir. Ég er virkilega spennt að leiða þetta áfram með mögnuðu fólki í teyminu,“ segir Kristrún.