Lára Hilmars­dóttir er nýr sam­skipta­stjóri Reita. Hún mun sinna sam­skipta- og markaðsmálum auk fjár­festa­tengsla og vinna náið með sam­starfsaðilum innan og utan félagsins við fjöl­breytt verk­efni sem styðja við vaxtar­stefnu og mark­mið félagsins.

Lára var áður sam­skipta­stjóri Controlant og starfaði þar áður við sam­skipti hjá Marel, en hún hefur einnig sinnt blaða­mennsku hjá Morgun­blaðinu og Wall Street Journal. Lára er með B.Sc.-gráðu í fjölmiðla- og sam­skipta­fræði frá Erasmus Uni­versity í Hollandi og M.Sc.-gráðu í við­skipta­fræði frá Rotter­dam School of Mana­gement. Lára hefur þegar hafið störf hjá félaginu.

„Árið fer af stað af krafti hjá Reitum í takt við metnaðar­fulla vaxtar­stefnu félagsins þar sem aukin áhersla er lögð á vaxtar­hraða, fjölgun í nýjum eigna­flokkum og þróunar­verk­efni. Öflugur starfs­manna­hópur þar sem þekking, reynsla og fag­mennska er í for­grunni er lykil­at­riði í vel­gengni félagsins. Það er ánægju­legt að fá Láru til liðs við okkur og styrkja enn frekar sam­skipti við fjöl­breyttan hóp sam­starfs- og hagaðila félagsins á þeim spennandi tímum sem fram undan eru,“ segir Guðni Aðal­steins­son, for­stjóri Reita.