Fyrr í þessum mánuði hóf Karen Ósk Gylfa­dóttir störf sem fram­kvæmda­stjóri Lyfju og tók um leið sæti í framkvæmdastjórn Festi. Hún hefur síðustu þrjú ár gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra vöru- og markaðs­sviðs og staf­rænnar þróunar fyrir­tækisins.

Karen tók við af Hildi Þóris­dóttur, sem hafði verið starfandi fram­kvæmda­stjóri sam­hliða fyrra starfi sínu sem fram­kvæmda­stjóri mann­auðs­sviðs frá því sumarið 2023 eftir að Sig­ríður Margrét Odds­dóttir, þá­verandi fram­kvæmda­stjóri, lét af störfum.

Hún er lærður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og starfaði í Vesturhlíð, frístundaheimili fyrir börn með fötlun, með námi og síðar hjá Arion banka fram að námslokum. Þar á eftir fór hún yfir til Nova.

Karen sat einnig í stjórn ÍMARK og stofnstjórn Ungra athafnakvenna. Hún hóf svo störf hjá Lyfju árið 2021 og starfaði sem framkvæmdastjóri markaðs-, vörusviðs og stafrænna lausna til 2024. Hún segir að það hafi verið vegferð og framtíðarsýn félagsins sem heillaði hana og segist stolt af því að tilheyra fyrirtækinu.

Nánar er fjallað um Karen í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.