Sjóvá hefur ráðið Láru Hrafnsdóttur í stöðu markaðsstjóra hjá tryggingafélaginu en hún hefur lengi starfað á sviði markaðsmála. Lára kemur til Sjóvá frá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Lucinity.

Hún hefur einnig starfað í markaðsmálum hjá Saxo Bank í Kaupmannahöfn og Arion banka og sat meðal annars í stjórn nokkurra fyrirtækja.

Lára er með B.Sc.-gráðu í viðskiptastjórnun og félagsfræði og tvöfalda meistaragráðu í markaðsfræði og stjórnun, bæði frá Copenhagen Business School. Hún segist hafa alltaf kunnað vel við raunfögin og gekk henni mjög vel í fögum eins og stærðfræði og hagfræði.

„Ég var svo í Verzlunarskóla Íslands þegar hrunið átti sér stað og fannst þá vanta meiri skynsemi í þeim módelum sem við vorum að notast við. Ég fór því í viðskipta- og félagsfræði í CBS en það var ný braut sem skólinn var að byrja með.“

Nánar er fjallað um Láru í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.