Ís­lands­banki hefur ráðið Lilju Kristjáns­dóttur í stöðu for­stöðu­manns við­skipta­eftir­lits og Steinar Ara­son í stöðu for­stöðu­manns reglu­vörslu hjá bankanum.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ís­lands­banka.

„Lilja Kristjáns­dóttir hefur starfað hjá Ís­lands­banka frá því á vor­dögum 2020, fyrst sem sér­fræðingur í áhættustýringu og svo peningaþvættis­vörnum frá hausti 2021. Áður en hún kom til Ís­lands­banka var Lilja flug­freyja hjá Icelandair og þar áður verslunar­stjóri hjá Nova. Þá er hún stjórnar­maður og einn af stofn­endum líkams­ræktar­stöðvarinnar Af­reks,“ segir í til­kynningu bankans.

Lilja er út­skrifuð frá Háskólanum í Reykja­vík með BA og ML gráðu í lög­fræði 2019 og 2021. Eins hlaut hún CAMS sér­fræði­vottun ACAMS í peningaþvættis­vörnum 2023.

„Steinar Ara­son hóf störf í reglu­vörslu Ís­lands­banka í janúar 2024 þar sem hann hefur leitt um­bóta­vinnu varna bankans í peningaþvætti. Þar áður starfaði hann í 20 ár hjá Lands­bankanum meðal annars sem sér­fræðingur í peningaþvættis­vörnum bankans,“ segir í til­kynningu bankans.

Steinar er með próf í verðbréfa­miðlun og út­skrifaðist með BSc í við­skipta­fræði frá Við­skipta­háskólanum á Bif­röst árið 2003.