Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu lögfræðings á málefnasviði Viðskiptaráðs. Hún kemur til ráðsins frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins þar sem hún hefur starfað frá árinu 2021.
Hún hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði og munu störf hennar fyrst og fremst lúta að lögfræðilegum greiningum og úttektum, málefnastarfi, gerð umsagna fyrir hönd ráðsins, greinaskrifum, þátttöku í stefnumótun og fleiri verkefnum ráðsins.
Lísbet lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2020 og BA prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2018.
Áður starfaði hún m.a. sem lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, sem laganemi á lögfræðistofunni Jónatansson & Co. og sem blaðamaður á Morgunblaðinu.