Magnús Máni Hafþórsson hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækjanna Dacoda og CookieHub sem sölu- og markaðsstjóri. Magnús Máni hefur víðtæka reynslu í sölu- og markaðsmálum og þá sérstaklega tengt hugbúnaðargerð.

Hann gegndi síðasta starfi sem umsjónarmaður markaðsmála hugbúnaðarlausna hjá Origo. Magnús er með B.sc-gráðu í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og M.sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Dacoda er tuttugu og tveggja ára hugbúnaðarfyrirtæki á Reykjanesi sem býður upp á alhliða lausnir þegar kemur að hönnun, hugbúnaðarsmíði, vefkerfum og öðrum sérlausnum.

CookieHub er vafrakökulausn og íslenskur hugbúnaður sem býður upp á heildarlausn fyrir vefsíður til að uppfylla kröfur um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Í tilkynningu segir að ráðning Magnúsar Mána sé mikilvægt skref til að styrkja sölu- og markaðsstarf félaganna.