Magnús Sigur­björns­son hefur verið ráðinn nýr for­stöðu­maður Rann­sóknar­setur verslunarinnar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá RSV.

Starf­semi rann­sóknar­setursins felst í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neyslu­hegðun. RSV er leiðandi aðili á Ís­landi í rann­sóknum og töl­fræði­vinnslu fyrir verslun og tengdar at­vinnu­greinar.

Magnús lauk MBA prófi frá Há­skólanum í Reykja­vík árið 2021 og B.Sc. gráðu í tölvunar­fræði frá sama skóla árið 2011. Hann hefur starfað sem staf­rænn ráð­gjafi síðustu ár með á­herslu á vef­þróun, vef­verslanir og staf­ræna markaðs­setningu. Þá var hann fram­kvæmda­stjóri borgar­stjórnar­hóps Sjálf­stæðis­flokksins á árunum 2013-2017.

„Ég hlakka mikið til að stækka og efla RSV á næstu mánuðum. Við búum yfir gríðar­lega mikið af upp­lýsingum um hvernig við sem neytandi högum okkur en þessar upp­lýsingar eiga bæði erindi við stjórn­endur fyrir­tækja og al­menning,” er haft eftir Magnúsi í til­kynningunni.

„Við erum mjög spennt að fá Magnús til liðs við okkur til að leiða RSV. Rann­sóknar­setrið hefur verið í mikilli stefnu­mótunar­vinnu síðustu tvö ár og á haust­mánuðum kynnti það nýja vöru, not­enda­vefinn Sarpinn, en hann inni­heldur allar helstu töl­fræði­upp­lýsingar, korta­veltu­gögn, vísi­tölur, rann­sóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Þetta var stórt skref hjá RSV og hefur Magnús þá styrk­leika sem við teljum að setrið þurfi á þessum tíma­punkti til að halda á­fram þessari spennandi veg­ferð sem setrið er á,” segir María Jóna Magnús­dóttir for­maður stjórnar.