Magnús Már Leifsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Premíu hjá Arion banka en hann mun leiða nýtt Premíu-teymi bankans sem sérhæfir sig í þjónustu sem felur m.a. í sér greiðan aðgang að sérfræðingum, hagstæð kjör og margvísleg fríðindi.

Hann hóf störf í einkabankaþjónustu hjá Arion banka fyrr á árinu, er lögmaður að mennt.

Áður en hann gekk til liðs við Arion banka starfaði hann í einkabankaþjónustu Kviku eignastýringar og þar áður sem yfirlögmaður félagsins og sem lögmaður hjá Kviku banka.

„Reynsla Magnúsar mun efla enn frekar hið frábæra Premíu-teymi okkar. Víðtæk reynsla hans úr fjármálaheiminum mun nýtast vel við að leiða þessa þjónustu og ég er hæstánægður með að fá hann í þetta nýja hlutverk,“ segir Jóhann Möller, framkvæmdastjóri markaða hjá Arion banka.