Alda Sigurðar­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Mann­auðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir að láta af störfum. Þetta kemur fram í til­kynningu Sýnar til Kaup­hallarinnar í morgun.

„Alda hóf störf hjá Sýn í byrjun árs 2022 og hefur verið í lykil­hlut­verki í þeim breytingum sem fé­lagið hefur farið í gegnum síðasta árið. Það er eftir­sjá í Öldu en við óskum henni vel­farnaðar á nýjum vett­vangi og þökkum henni kær­lega fyrir sam­starfið“ segir Yngvi Hall­dórs­son for­stjóri Sýnar í til­kynningunni.

Fækkar í framkvæmdastjórn

Mann­auður færist undir Ný­sköpun og Rekstur hjá Sýn og fækkar því um einn í fram­kvæmda­stjórn Sýnar.

„Sýn er á sóknar­veg­ferð sem felur í sér um­fangs­miklar breytingar á þjónustu við við­skipta­vini, endur­bætur á innri ferlum, kerfum og rekstri. Mann­auður spilar lykil­hlut­verk í þessari breytingar­veg­ferð fyrir­tækisins og því á­nægju­legt að fá þá öflugu aðila sem þar starfa til liðs sterkt teymi starfs­manna Ný­sköpunar og rekstrar“, segir Hulda Hall­gríms­dóttir fram­kvæmda­stjóri Ný­sköpunar og rekstrar hjá Sýn