María Finnsdóttir, Oliver Ómarsson og Hrafn Steinarsson hafa verið ráðin til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu.
María Finnsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í ábyrgum fjárfestingum í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún hefur frá árinu 2015 starfað hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti og stjórnarháttum lífeyrissjóða. Þar áður, á árunum 2012-2015, vann hún hjá Hagstofu Íslands sem sérfræðingur í þjóðhagsreikningum.
Oliver Ómarsson lögfræðingur hefur verið ráðinn á lögfræðisvið Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Oliver starfaði 2018-2019 hjá Íslandsbanka , m.a. í regluvörslu og sem lögfræðingur í lögfræðideild bankans, m.a. sem staðgengill persónuverndarfulltrúa og sérfræðingur í peningaþvættisvörnum. Frá 2019 vann Oliver hjá Arion banka sem lögfræðingur í regluvörslu og lögfræðiráðgjöf á sviði verðbréfamarkaðsréttar og aðgerða gegn peningaþvætti.
Hrafn Steinarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur við eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Síðastliðin 8 ár starfaði hann hjá Arion banka, bæði í markaðsviðskiptum frá árinu 2017 og þar áður í greiningardeild bankans.