„Við viljum verða stærsta sultan á Íslandi en einnig að íslenski markaðurinn verði sá fyrsti þar sem súkkulaðismjörið okkar er meira selt en Nutella og erum við mjög nálægt því að ná því,“ segir Arnar Jón Agnarsson, sem nýverið var ráðinn sölu- og markaðsstjóri matvælafyrirtækisins GOOD GOOD á Íslandi og fyrir Evrópumarkað.

Arnar leiddi stofnun Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson ginsins sem kom á markað árið 2020. Ginið hefur slegið í gegn hér á landi og verið söluhæsta ginið í ríkinu síðastliðin ár. „Hugmyndin spratt upp í veiðitúr með vinunum fyrir löngu síðan, og vildi ég búa til vöru sem væri aðlaðandi bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. En fyrst og fremst vildi ég selja íslenskt vatn á sem dýrasta verði,“ segir Arnar í léttum tón.

„Við viljum verða stærsta sultan á Íslandi en einnig að íslenski markaðurinn verði sá fyrsti þar sem súkkulaðismjörið okkar er meira selt en Nutella og erum við mjög nálægt því að ná því,“ segir Arnar Jón Agnarsson, sem nýverið var ráðinn sölu- og markaðsstjóri matvælafyrirtækisins GOOD GOOD á Íslandi og fyrir Evrópumarkað.

Arnar leiddi stofnun Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson ginsins sem kom á markað árið 2020. Ginið hefur slegið í gegn hér á landi og verið söluhæsta ginið í ríkinu síðastliðin ár. „Hugmyndin spratt upp í veiðitúr með vinunum fyrir löngu síðan, og vildi ég búa til vöru sem væri aðlaðandi bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. En fyrst og fremst vildi ég selja íslenskt vatn á sem dýrasta verði,“ segir Arnar í léttum tón.

Arnar segist forfallinn golfari og veiðimaður. Þá er hann annálaður matmaður að hans sögn. „Ég kem úr veiðibransanum og var einn eigenda Laxá á Ásum fyrir mörgum árum síðan, og reyni að veiða eins mikið og ég get. Á síðustu árum hefur maður orðið golfsjúkur og reynt að tvinna þessi áhugamál saman á sumrin. Þar fyrir utan finnst mér fátt skemmtilegra en að elda og hafa það huggulegt með fjölskyldunni,“ segir Arnar sem býr á Seltjarnarnesi með konu sinni og þremur börnum á aldrinum 2-15 ára.

„Ég hata að sofa, enda búinn að vera í barnauppeldi síðustu fimmtán árin og verð það áfram næstu tíu árin. Mín eina von er að að þegar ég kem að sækja í leikskólann verði ekki sagt að afi sé kominn að sækja,“ segir Arnar í léttum tón.

Nánar er rætt við Arnar í Viðskiptablaðinu sem kom út sl. miðvikudag, 29. nóvember.