Gunnar B. Sigurgeirsson var fyrr í mánuðinum ráðinn í starf framkvæmdastjóra Örnu ehf. Hann mun taka við starfinu af Hálfdani Óskarssyni, stofnanda félagsins, sem lætur af störfum að eigin ósk en mun þó halda áfram að leiða vöruþróun og framleiðslu.

Hann kemur með víðtæka reynslu úr rekstri fyrirtækja á matvælamarkaði en hann starfaði meðal annars hjá Ölgerðinni í 16 ár, fyrst sem framkvæmdastjóri markaðssviðs og síðar sem aðstoðarforstjóri.

„Ég er búinn að vera duglegur að skoða mjólkurtorg verslana en það er svæði sem ég hef kannski ekki mikið verið innan um áður. Ég hef unnið með fisk, sælgæti, bjór og gosdrykki, nánast öllum matvælum sem til eru á markaðnum fyrir utan mjólkurvörur.“

Utan vinnu spilar Gunnar badminton tvisvar í viku og segist fá góða útrás úr þeirri íþrótt. Hans helsta áhugamál er hins vegar stangaveiði og segist Gunnar hafa verið með veiðidellu frá því hann gat staðið í lappirnar.

Nánar er fjallað um Gunnar í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.