„Ég er búin að vera í ferðaþjónustu í rúm 20 ár. Ég fann það bara strax að ég hafði gaman af þessu og maður þrífst náttúrulega best þar sem manni líður vel.“
Thelma byrjaði að vinna hjá Icelandair hótelum þegar hún var aðeins 18 ára en á þeim tíma voru bara Íslendingar sem unnu á hótelinu.
Á sínum ferli hefur hún nú með komu sinni til Keahótela unnið hjá öllum helstu hótelkeðjum landsins og upplifað alla flóruna í ferðaþjónustunni.
Thelma var þó vel undirbúin fyrir hótelgeirann en hún er með BA-gráðu í hótel- og ferðamálarekstri frá þekktum hótelskóla í Sviss. Þá kennir hún einnig kúrs sem heitir Industry Experience í diplómanámi í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri í Opna Háskólanum í Reykjavík og hefur gert það í fjögur ár.
Nánar er fjallað við Thelmu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.