Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu. Hér að neðan eru fimm mest lesnu fólkfréttirnar á árinu sem er að líða.
1. Sjö ráðin til Stefnis
Mest lesna fólkfréttin í ár um ráðningu Stefnis, dótturfélags Arion banka, á sjö nýjum starfsmönnum. „Ég hef mikla trú á því að það borgi sig margfalt að auka fjölbreytni hópsins og fá til okkar unga og vel menntaða einstaklinga,“ sagði Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis, við tilefnið.
2. Grípur gæsina á meðan hún gefst
Páll Edwald hóf störf sem verkefnastjóri hjá byggingarfélaginu Reir Verk. Viðskiptablaðið ræddi við Pál um nýja starfið, reynslu hans af því að starfa hjá tæknifyrirtækinu 3Shape í Kaupmannahöfn og fleira.
3. Amma besta vinkonan
Andrea Björnsdóttir var ráðin í nýja stöðu forstöðumanns hjá Fossum fjárfestingarbanka. Viðskiptablaðið ræddi við Andreu m.a. um verkefnin hennar hjá Fossum, námsferil hennar og samband hennar við ömmu sína.
4. Rúnar og Jón Freyr til liðs við GG Verk
Rúnar Ólafsson og Jón Freyr Sigurðsson voru ráðnir í yfirstjórnendahóp GG Verk. Rúnar tók við starfi framkvæmdastjóra byggingasviðs en hann hafði áður starfað hjá Landsbankanum á sviði mannvirkjafjármögnunar og við endurskipulagningu eigna. Jón Freyr, sem kom frá HMS, tók við starfi gæða- og öryggisstjóra.
5. Sex ný á ráðgjafarsviði KPMG
KPMG tilkynnti um mitt ár um ráðningu á sex nýjum sérfræðingum, þeim Alexander Svarfdal Guðmundssyni, Agnesi Ýri Gunnarsdóttur, Ágústi Hilmarssyni, Dröfn Farestveit, Hirti Þór Daðasyni og Ingu Ingólfsdóttur.