Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu. Hér að neðan eru fimm fólkfréttir sem voru í hópi þeirra vinsælustu á árinu sem er að líða.

6. Fimm nýir fulltrúar hjá LOGOS

Gabríela Markúsdóttir, Bjarki Már Magnússon, Haraldur Andrew Aikman, Gunnar Smári Þorsteinsson og Guðjón Andri Jónsson voru kynnt sem nýir fulltrúar hjá LOGOS lögmannsþjónustu.

7. Sjö ráðin til Indó

Áskorendabankinn indó réð til sín sjö starfsmenn síðastliðið sumar. Það voru þau Sara Mildred Harðardóttir, Stefanía Sch. Thorsteinsson, Einar Björgvin Eiðsson, Valgerður Kristinsdóttir, Hermann Guðmundsson, Lilja Kristín Birgisdóttir og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir.

8. Helena frá Akta til Arion

Helena Kristín Brynjólfsdóttir var ráðin sem viðskiptastjóri í Einkabankaþjónustu Arion banka í sumar. Hún hafði áður starfað sem sérfræðingur í fjárfestatengslum og viðskiptaþróun hjá Akta sjóðum.

9. Nýir stjórnendur hjá Sóltúni

Breytingar voru gerðar á stjórnendateymi hjá Sóltúni heilbrigðisþjónustu (SH) og dótturfélögum. Samstæðan tilkynnti samhliða um ráðningar og stöðubreytingar hjá fimm einstaklingum í haust.

10. Boozt skipar svæðisstjóra á Íslandi

Netverslunin Boozt réð Sylvíu Clothier Rúdolfsdóttur sem svæðisstjóra íslenska markaðarins. Henni var falið það verkefni að þróa og innleiða lykilþætti til styrktar vörumerkinu og efla vöxt Boozt á Íslandi.