Best­seller á Ís­landi hefur ráðið Nönnu Kristínu Tryggva­dóttur í stöðu fram­kvæmda­stjóra fé­lagsins. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Nanna Kristín hefur undan­farið starfað sem að­stoðar­maður Bjarna Bene­dikts­sonar for­sætis­ráð­herra, en þar áður var hún fram­kvæmda­stjóri Byggingar­fé­lagsins Hús­heildar Hyrnu. Nanna starfaði einnig um ára­bil í Lands­bankanum, lengst af sem að­stoðar­maður banka­stjóra.

„Við höfum fjár­fest miklum tíma og fjár­munum í endur­skoðun á innri ferlum, styrkingu inn­viða, upp­færslu á upp­lýsinga­tækni­kerfum, mótun og fram­kvæmd markaðs­mála og sjálf­virkni­væðingu. Fram­tíð verslunar á Ís­landi verður blanda af sjálfs­af­greiðslu á netinu og rekstri búða. Við sjáum öran vöxt í við­skiptum á netinu og ætlum okkar að taka virkan þátt í þeirri sam­keppni,” segir Svan­hildur Nanna Vig­fús­dóttir stjórnar­for­maður fé­lagsins.

Svan­hildur Nanna bættist ný­lega við eig­enda­hóp Beste­seller á Ís­landi og tók sam­hliða við sem starfandi stjórnar­for­maður en fyrir var Grímur Garðars­son einn eig­andi.

Best­seller á Ís­landi (V.M. ehf.) rekur 15 verslanir á Ís­landi undir merkjum Vero Moda, Vila, Jack & Jones, Selected, Name It barna­fata­verslun og í­þrótta­verslun Jóa Út­herja. Fyrir­tækið velti tæp­lega 2,2 milljörðum á síðasta ári.

„Það er fé­laginu mikill fengur að fá Nönnu Kristínu til starfa. Nanna Kristín er með meistara­gráðu í rekstrar­verk­fræði frá Duke há­skóla í Norður-Karó­línu 2011, á­samt því að vera með meistara­gráðu í fjár­málum fyrir­tækja frá Há­skólanum í Reykja­vík.Þekking hennar og reynsla mun hjálpa okkur á þeirri veg­ferð sem fé­lagið er á. Með skýrri stefnu og sterkum inn­viðum er mark­mið okkar að stækka og styrkja fé­lagið á sviði verslunar á Ís­landi,” bætir Svan­hildur við.

„Best­seller er öflugt fyrir­tæki með sterka markaðs­stöðu og á spennandi veg­ferð. Það hafa orðið miklar um­breytingar á verslunum og kaup­hegðun undan­farin ár og ég hlakka mikið til að mæta til leiks og takast á við verk­efnin fram undan með öllu því öfluga fólki sem starfar hjá fé­laginu,” segir Nanna Kristín Tryggva­dóttir sem hefur störf á næstu dögum.