Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einari Mäntylä, sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur unnið að uppbyggingu fyrirtækisins í sex ár.
Auðna var stofnað í desember 2018 en markmið þess er meðal annars að leggja faglegt mat á uppfinningar vísindamanna og hafa umsjón með innlögn einkaleyfisumsókna.
Ingunn segir að það séu spennandi tímar framundan hjá Auðnu en félagið aðstoðar meðal annars við stofnun sprotafyrirtækja. Hún segir að það hafi orðið mikil aukning í nýsköpun og er mjög spennt að sjá hver vegferð Auðnu verði á komandi misserum.
„Við erum ofboðslega mikil nýsköpunarþjóð og þetta er skemmilegur bransi til að vera í. Við skilgreinum okkur sem brú á milli vísinda og nýsköpunar og hvetjum til þess að rannsóknarniðurstöður séu hagnýttar og skili sér út í samfélagið.“
Nánar er fjallað um Ingunni í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.