Nova hefur tilkynnt breytingar sem hafa nýverið átt sér stað á upplifunarsvið fjarskiptafélagsins sem nær yfir sölu, þjónustu- og markaðsmál hjá Nova.

Breytingarnar ná bæði yfir nýráðna einstaklinga og starfsmenn eiga sér langa sögu hjá fyrirtækinu.

Nova hefur tilkynnt breytingar sem hafa nýverið átt sér stað á upplifunarsvið fjarskiptafélagsins sem nær yfir sölu, þjónustu- og markaðsmál hjá Nova.

Breytingarnar ná bæði yfir nýráðna einstaklinga og starfsmenn eiga sér langa sögu hjá fyrirtækinu.

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson hefur tekið við sem markaðsstjóri en hann starfaði áður hjá 66°Norður í 10 ár, bæði hérlendis og í Danmörku, síðast sem leiðtogi stafrænna markaðsmála. Sigurbjörn hefur stundað nám bæði í Danmörku og á Ítalíu og er með B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í alþjóðlegri markaðsfræði og stefnumótun, hvoru tveggja frá CBS í Kaupmannahöfn.

Ásta Ólafsdóttir tók nýverið við sem þjálfari fyrirtækjaþjónustu Nova en áður hefur Ásta starfað á þjónustusviði Nova, m.a. sem fyrirtækjaráðgjafi og seinna sem þjálfari þjónustuvers. Ásta, sem er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði, hefur verið hjá Nova í 8 ár en starfaði þar áður hjá Landsbankanum og Hreyfingu heilsulind.

Guðrún Finnsdóttir er nýr þjálfari verslana og Nova skólans en hún á að baki 13 ár hjá Nova. Á þeim tíma hefur Guðrún m.a. sérhæft sig í mannauðsmálum ásamt verkefnastjórnun á sviði markaðs-og sölumála. Guðrún er með ACC vottun í markþjálfun og stundar nú nám í nútímafræði við HA samhliða starfi sínu hjá Nova.

Gunnar Ágúst Thoroddsen gekk til liðs við Nova fyrir 4 árum en hann tekur nú við keflinu frá Ástu Ólafsdóttir og fer fyrir þjónustuveri Nova sem þjálfari Þjónustuvers. Gunnar Ágúst hefur áður stundað nám í sálfræði, fengist við tónlist og er reyndur á sviði rafíþrótta á Íslandi.

„Við erum húrrandi glöð með þessa uppfærslu í liðsheild Nova Upplifunar. Með þessum bætingum förum við enn sterkari út á dansgólfið og þakið hristist á stærsta skemmtistað í heimi,“ segir Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Nova Upplifunar.