Ný stjórn hefur tekið til starfa hjá félagssamtökunum WomenTechIceland. Samtökin voru stofnuð 2017 og hvetja til jafnréttis og inngildingar í tækniiðnaðinum á Íslandi.
Samtökin tengja saman breiðan hóp kvenna í tækni hér á landi og vilja stuðla að aukinni fjölbreytni og þátttöku í íslensku tæknisamfélagi. Þá er mikið lagt upp úr því að tengja Ísland við alþjóðlegt tæknisamfélag og er vettvangur fyrir viðburði, fréttir og umræður.
Ný stjórn hefur tekið til starfa hjá félagssamtökunum WomenTechIceland. Samtökin voru stofnuð 2017 og hvetja til jafnréttis og inngildingar í tækniiðnaðinum á Íslandi.
Samtökin tengja saman breiðan hóp kvenna í tækni hér á landi og vilja stuðla að aukinni fjölbreytni og þátttöku í íslensku tæknisamfélagi. Þá er mikið lagt upp úr því að tengja Ísland við alþjóðlegt tæknisamfélag og er vettvangur fyrir viðburði, fréttir og umræður.
Nýja stjórn skipa:
Ólöf Kristjánsdóttir, CMO at Taktikal
Paula Gould, stofnandi Float & gather
Valenttina Griffin, stofnandi og eigandi Griffin & Jonsson
Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum
Payal Shah, sjálfstætt starfandi viðmótshönnuður, nýsköpunarráðgjafi og frumkvöðull í samfélagsmálum
Randi Stebbins, stjórnandi efnismarkaðssetningar hjá AGR
„WomenTechIceland hafa skapað sér mikilvægan sess í tæknisamfélaginu á Íslandi. Við viljum berjast fyrir auknum tækifærum kvenna í tækni og það er mér heiður að fá að þjóna samtökunum og samfélaginu sem hefur skapast í kringum þau”, segir Ólöf Kristjánsdóttir formaður.
Samtökin hafa komið að fjölmörgum verkefnum, þar á meðal Nordic Women in Tech Awards sem voru haldin í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember sl. Fyrsti viðburður samtakanna verður haldinn 12. en þar verður boðið upp á hakkaþon sem miðar að því að auka vitund og fræðslu um hvernig megi draga úr neikvæðum áhrifum hlutdrægni í gervigreindartólum.
Stjórnarmeðlimir WomenTechIceland verða einnig meðal fyrirlesara á Empowering Diversity in Engineering: Insights, Initiatives, and Innovation sem er ráðstefna haldin af stéttarfélaginu IDA í Danmörku.
„WomenTechIceland voru stofnuð með það í huga að skapa vettvang sem er opinn og styður við konur sem vilja og eru þátttakendur í tækni á Íslandi. Við höfum unnið ötullega að þessu markmiði og teljum mikilvægt að sá vettvangur höfði til fólks af fjölbreyttum bakgrunni,” segir Valenttina Griffin, stofnandi samtakanna og meðstjórnandi.