Anna Kristín Kristjánsdóttir og Diljá Catherine Þiðriksdóttir hafa gengið til liðs við eigendahóp lögmannsstofunnar MAGNA.
Anna Kristín hefur starfað hjá MAGNA frá árinu 2019 en hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og hlaut réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum árið 2019. Áður starfaði Anna Kristín sem lögfræðingur hjá Arion banka á árunum 2011 til 2019.
Anna Kristín Kristjánsdóttir og Diljá Catherine Þiðriksdóttir hafa gengið til liðs við eigendahóp lögmannsstofunnar MAGNA.
Anna Kristín hefur starfað hjá MAGNA frá árinu 2019 en hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og hlaut réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum árið 2019. Áður starfaði Anna Kristín sem lögfræðingur hjá Arion banka á árunum 2011 til 2019.
Á meðal helstu sérsviða Önnu Kristínar eru verktaka- og útboðsréttur, félaga- og fjármálaréttur, samningaréttur og málflutningur.
Diljá sem starfað hefur hjá MAGNA og forvera þess, Lögmönnum Höfðabakka, frá árinu 2016 útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og hlaut réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum árið 2019.
Áður starfaði Diljá sem lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu og hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Samhliða starfi sínu hjá MAGNA sinnir hún stundakennslu á sviði fjölmiðlaréttar til meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Á meðal helstu sérsviða Diljár eru félaga- og fjármálaréttur, samkeppnisréttur, eignaréttur, fjölmiðlaréttur, mannréttindi og málflutningur.
„Það er mikill fengur að fá Önnu og Diljá til liðs við okkur í eigendahóp MAGNA. Þær búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu og hafa með faglegri ráðgjöf áunnið sér traust viðskiptavina MAGNA. Um leið og þær eru boðnar velkomnar í eigendahóp MAGNA fögnum við þessum góða liðsstyrk sem styrkir enn frekar þá faglegu þjónustu sem MAGNA veitir,“ segir Þórður Bogason framkvæmdastjóri MAGNA.