Anna Kristín Kristjánsdóttir og Diljá Catherine Þiðriksdóttir hafa gengið til liðs við eigendahóp lögmannsstofunnar MAGNA.

Anna Kristín hefur starfað hjá MAGNA frá árinu 2019 en hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og hlaut réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum árið 2019. Áður starfaði Anna Kristín sem lögfræðingur hjá Arion banka á árunum 2011 til 2019.

Á meðal helstu sérsviða Önnu Kristínar eru verktaka- og útboðsréttur, félaga- og fjármálaréttur, samningaréttur og málflutningur.

Diljá sem starfað hefur hjá MAGNA og forvera þess, Lögmönnum Höfðabakka, frá árinu 2016 útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og hlaut réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum árið 2019.

Áður starfaði Diljá sem lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu og hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Samhliða starfi sínu hjá MAGNA sinnir hún stundakennslu á sviði fjölmiðlaréttar til meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.

Á meðal helstu sérsviða Diljár eru félaga- og fjármálaréttur, samkeppnisréttur, eignaréttur, fjölmiðlaréttur, mannréttindi og málflutningur.

„Það er mikill fengur að fá Önnu og Diljá til liðs við okkur í eigendahóp MAGNA. Þær búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu og hafa með faglegri ráðgjöf áunnið sér traust viðskiptavina MAGNA. Um leið og þær eru boðnar velkomnar í eigendahóp MAGNA fögnum við þessum góða liðsstyrk sem styrkir enn frekar þá faglegu þjónustu sem MAGNA veitir,“ segir Þórður Bogason framkvæmdastjóri MAGNA.