Ísleifur Orri Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar hjá VÍS, þar sem hann mun bera ábyrgð á því að framfylgja stefnu fyrirtækisins um samhæfða áhættustýringu.
Hann var ráðinn til VÍS fyrr á árinu sem sérfræðingur í áhættustýringu en tekur nú við starfi forstöðumanns áhættustýringar.
Ísleifur hefur víðtæka reynslu af áhættustýringu í fjármálastarfsemi en um átta ára skeið gegndi hann starfi forstöðumanns í áhættustýringu hjá Arion banka og þar áður starfaði hann sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Kaupþingi banka.
„Ég hlakka því til að taka við starfi forstöðumanns áhættustýringar og vinna áfram að því að styrkja þessa lykilþætti með því frábæra fólki sem starfar hér hjá VÍS,“ segir Ísleifur Orri.
Á árunum 2021-2022 starfaði Ísleifur sem yfirmaður áhættustýringar hjá Lífsverki lífeyrissjóði en hann kom til VÍS frá EFLU verkfræðistofu. Hann er með BSc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í hagfræði frá sama skóla og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfamiðlun.
„Það er sérlega ánægjulegt að greina frá ráðningu Ísleifs. Stefna VÍS um samhæfða áhættustýringu er grunnurinn að ákvarðanatöku í fjárfestingum og rekstri félagsins og Ísleifur er sérlega vel til þess fallinn að halda utan um þennan mikilvæga þátt í rekstrinum,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS.