Þuríður Jónsdóttir hefur verið ráðin sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Austurlands hf., en Vilhjálmur Grétar Pálsson mun láta af því starfi í lok september.

Hún hefur veitt forstöðu útibúi Deloitte ehf. í Neskaupstað en þar hóf Þuríður störf árið 1996. Þá hefur Þuríður einnig unnið að fjölbreyttum verkefnum; endurskoðun og ársuppgjörum, stofnun og sölu fyrirtækja, áætlanagerð og skattamálum og vann meðal annars áður hjá Sparisjóðnum.

Þuríður er viðskiptafræðingur að mennt, Cand Oceon frá Háskóla Íslands.

Hún hefur víðtæka reynslu og þekkir vel til atvinnulífs á starfssvæði Sparisjóðsins og er gert ráð fyrir að Þuríður hefji störf í júnímánuði næstkomandi.